föstudagur, mars 17

dont give up this fight

Danaveldi......
danir eru kannski bara ágætis fólk..
kannski er kaupmannahöfn líka ágætis borg...
en bara kannski.
ef ég heyri enn einu sinni sagt við mig -flytur þú ekki bara til köben- þá dettur hausinn minn af..

héðan frá íslandsbrygge er nú samt allt gott að frétta.
ég var mjög myndarleg í gær og fræddi sjálfa mig um kynlíf unglinga á meðan hr.dani fór í skólann. ég bjó mér einnig til eðal morgunmat og hellti upp á kaffi.
það er eitthvað við það að hella upp á kaffi á morgnanna... ég er fullorðin... ég helli upp á kaffi á morgnanna.

við fórum á tíbeskan stað á miðvikudaginn.
það er eitthvað við svona staði sem eru -ekta-.
á móti okkur tóku vel skreyttir veggir með tilheyrandi fornynjum og litríkum drekum og veggteppi. á leið minni á klósettið rakst ég á massa altari þar sem að hægt var að tipsa Dali Lama, eða bara staffið sem vann þarna í hans nafni.... ég hefði víst einnig getað komið með ananas og lagt á..klikkaði á því í þetta skiptið..
þjóninn okkar var einnig kokkurinn, hann var einhverstaðar þarna af svæðinu, mongólskur eða frá tíbet, ég skal ekki segja, hann talaði litla ensku og held ég enn minni dönsku, hann brosti bara voða mikið sínu hálftannlausa brosi og kinkaði kolli.
það var svo mikið engifer í réttinum hjá hr.dani að ég get svo svarið að ég muni aldrei á minni litlu lífsleið fá kvef aftur.
við sátum á móti hvor öðru, svitaperlur lekandi niður ennið og horið meðfram munninum... og ég fékk mér bara einn bita af hans rétti!
ég ákvað að halda mig við krúttlega grænmetisréttinn minn sem var mildur og fínn...

danir eru metró, þannig er það bara.
við fórum í temprenillo á Ketchup, margumtalaðan stað hjá honum Guffa fyrrum vinnuveitendanum mínum. ég verð að segja að mér finnst þessi staður ekkert spektakúlar, mongólski staðurinn var hiklaust skemmtilegri, en ég get séð hvernig opið eldhús og fallegir þjónar hafi fangað athyglinni hans guffa.
en já, danir eru metro.
ofboðslega er til mikið af myndarlegum karlmönnum sem dansa á línunni -ofur metró og samkynhneigður-
allir strákarnir á ketchup voru sætir, en samt einmitt dansandi á þessari línu...
það er bara ekki í lagi að strákur sé í hálfgengsæjum húðlituðum sokkum við gallbuxur..
eða með ljósa hárlenginu í hárinu....
eða með LV hliðartösku....
eða í ofboðslega löngum og támjóum skóm...
eða betur greiddur en flesta allar stelpurnar....
eða svona hreinn...

ég tel mig hafa fundið ágætis eintak af dana.

ég held að danskir strákar sem eru innfæddir hérna eru mega high maintance.
þeir eru svona eins og barbie með fullt af accesories og einhvern vegin of fallegir, of stíleseraðir í of útpældu átfitti....
en ofboðslega er gaman að horfa á þá og pæla í þeim :)
svo er það annað; danskar stelpur eru mega pæjur til að passa við Ken.
hvers vegna eru stelpur enn að gyrða allar buxur ofan í stígvélin sín?????
ég hálf vorkenni hr.dana fyrir að vera að leiða stelpu sem gyrðir ekki skálmarnar ofan í stígvéling sín, svo er það reyndar annað, ég á ekki svona reiðstígvél og ég mun ekki hafa svona mikið fyrir hárinu mínu...

einmitt, danmörk...land fallega fólksins....

annars hefur verið mikið kúrt, borðað súkkulaði og drukkið rauðvín... afskaplega nice...
á dagskránni í kvöld er að elda strútskjöt og hlusta á tónlist frá stríðsárunum og ef til vill stíga einn dans eða svo við kertaljós....
ég held meira að segja að við ætlum að reyna að gera bernaise sósu...hmmm...

ég er enn í afneitun að tala dönsku.
ég bara get það ekki.
þetta er orðið frekar kjánalegt.
ég get bara ekki ropað neinu útúr mér.
það er ekki sjens.
uffff....
kannski á morgun þegar við förum í safnið.
kannski reyni ég þá...
bara kannski.

ég fékk bleika túlípana...
og pönnukökur með sírópi...

ég kveð frá danmörku að sinni
siggadögg
-sem finnst rauðvin rosa rosa gott-

4 ummæli:

eks sagði...

TAKK FYRIR AÐ BLOGGA, saved my day ;) Vá hvað mig langar líka í rómó frí í köben, en nei ég fæ bara að senda kallinn minn til köben og ekki sjá hann í viku!!! Hann verður allan lau og hálfan sun í Köben, þeir eru að spila á studentshuset annað kvöld, sem er á "kobmagergade" að ég held hún heiti, út frá stikinu, ef ykkur myndi langa að kíkja á smá free-jazz consert :)
LOVE til þín og enþá meiri góða skemmtun :)

eks sagði...

ohhh ég var að rugla, hann er í fríi í koben næsta lau en er að spila sem sagt þarna eftir viku! sorry babe enginn free-jazz ;)

Sunna sagði...

ohh.. en yndislegt! Njóttu síðustu klukkustundanna babes!!
p.s. Danir eru allt í einu orðnir rosalega "tjekkaðir", það er rétt hjá þér. Þeir voru það ekki fyrir nokkrum árum, SVER ÞAÐ!

Magnús Sveinn Jónsson sagði...

Þú ert alltaf jafn skemmtileg Sigga Dögg. :) Verst að maður kemst ekki í fermingarafmælið! Væri gaman að hitta þig og alla hina '82 snillingana. Ég kem heim helgina eftir. :/ Ég verði bissí í L.A. og Las Vegas þannig að ég get ekki kvartað. :p Kv. Maggi.